Haukur og Heidrun i Danmorku

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Leti :)

Heheh það er ótrúlegt hvað maður verður alltaf latur þegar að maður þarf að vera að gera eitthvað :) Eins og til dæmis núna þá ætti ég að vera að pakka eigum okkar í kassa þar sem að við fáum nú einu sinni íbúiðina afhenta eftir 3 daga! En einhvern veginn þá ákvað ég nú samt bara að blogga í staðinn! Duglega stelpa!!!
Mér finnst bara ekkert leiðinlegra en að pakka í kassa og þá er allt annað meira spennandi en það! Meira að segja að skipta á kúkableiu!

En ég er loksins búin að skanna inn teikningarnar af íbúðinni sem að við erum að fara að flytja í svo að ég ætla að setja þær hér inn. Svona fyrir ykkur á Íslandi sem að getið ekki komið og kíkt á hana strax :)



















Eins og þið sjáið þá er hún töluvert stærri en íbúðin sem að við erum í núna. Alger lúxus! Oh ég get ekki beðið ég verð eiginlega bara að fara að pakka þegar að ég sé þetta :) Ótrúlegt en satt :)

Ætlaði að reyna að setja video af prinsinum okkar hérna þar sem að hann er farinn að brosa og hjala en það bara tekst ekki! Ekki það að ég er örugglega að gera eitthvað vitlaust en það er auka atriði :) Ef einhver kann þetta þá má sá/sú hinn sami/sama endilega segja mér hvernig maður á að gera :)

Ég verð þá bara að setja mynd af krúttinu í staðinn :)

Ekkert smá fallegur á bleiku bleiunni sem að pabbinn hannaði svona sérstaklega fyrir prinsinn sinn :)








Jæja nú verð ég að fara að pakka má ekkert vera að þessu :)

mánudagur, nóvember 20, 2006

Lúðar!!

Já við Haukur erum algerir lúðar svona hver á okkar hátt :)
Hauki tókst núna um daginn að lita allar taubleiurnar nema 3 bleikar!! Já og ekkert bara svona smá bleikar nei!! Þær eru bara BLEIKAR!! Ég var einmitt spurð að því í gær hvort að drengurinn okkar væri stúlka. Hann var í rauða babybjörn pokanum með bleika bleiu í hálsmálinu! Verð að viðurkenna að ég get alveg skilið af hverju stelpugreyið hélt að hann væri stúlka :) hann var ekki beint strákalegur :)
Svo að mínum lúðaskap... Ég átti afmæli í síðasta mánuði og við Haukur ákváðum að þar sem að við værum svo blönk myndum við bíða með það að kaupa afmælisgjöfina mína þar til í nóvember. Svo loksins í nóvember þá ákvað Haukur að gefa mér tvær fyrstu seríurnar í Greys anatomy (eða ég spurði hvort að ég mætti ekki panta mér þær sem afmælisgjöf frá honum). Ekkert mál með það ég fer á netið og panta mér þetta á Amazon. Svo núna í síðustu viku kemur pakkinn og ég aldrei þessu vant þarf að borga toll af pakkanum! Mér fannst þetta nú eitthvað skrítið og fór aðeins að skoða pakkann og kom þá í ljós að ég hafði pantað frá Amazon.com en ekki Amazon.co.uk þannig að pakkinn kom frá USA en ekki UK! En eftir að hafa skoðað reikninginn betur kom það nú í ljós að þetta hafði nú bara verið ódýrara þrátt fyrir auka tollinn. Varð nú heldur glöð með sjálfa mig þá!! Þar til að það kom í ljós að Djö... DVD spilarinn spilar ekki diskana!!!! Ohhh hvað ég varð fúl!! Og ég var nottla búin að opna diskana og ekki hægt að skila þeim!! Þannig að þá voru góð ráð dýr! En við erum nú að öllum líkindum búin að redda þessu ( með svolitlum aukakostnaði!). Vil nú samt ekkert segja neitt um það fyrr en að ég er viss um að það virki svo að ég fari nú ekki að segja eitthvað sem að er svo bara eitthvert krapp :)
Við hjónaleysurnar eigum sem sagt okkar góðu og slæmu daga :) Ekki hægt að segja annað :)

En yfir í allt annað, Systir hans Hauks og maðurinn hennar komu og heimsóttu okkur í gær. Þau voru ásamt vinum sínum í Kóngsisns Köben í verslunarleiðangri og ákváðu að nota tækifærið og kíkja á litla frænda sinn. Þau komu færandi gjöfum og góðgæti. Ekki það að maður hafi gott af þessu góðgæti svona rétt fyrir jólin :) Æææææ mér er alveg sama maður verður að fá að upplifa smá Ísland svona annað slagið :) En Takk kærlega fyrir okkur og guttann til allra þeirra sem að sendu okkur pakka með þeim :)

En jæja þá er litli maðurinn farinn að kalla...

knús Heiðrún

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ekki bloggleti heldur tímaleysi :)

Já það er ekki hægt að segja annað en að tíminn fljúgi frá manni. Ég er búin að ætla mér að blogga í marga daga en það kemur alltaf eitthvað upp á um leið og ég sest við tölvuna! Það er eins og að kúturinn sé með einhvern skynjara á það að nú ætlar mamma að reyna að blogga og þá er best að vakna og rífa sig aðeins :) Já og svo er maðurinn nú líka búinn að vera með svo mikla magakveisu og leiðindi að hann hefur svo sem alveg góða afsökun fyrir þessu trufli sínu :) Litli maðurinn er svo orðinn 5 vikna gamall og braggast bara mjög vel, magakveisan er nú bara tímabundin þar sem að hún orsakast af sýklalyfjunum sem að mamma er að taka, þannig að við höfum nú ekki miklar áhyggjur af henni :) Ég er búin að setja mánaðarmyndir inn á barnaland og þar getið þið séð hvað maður er nú orðinn stór og mannalegur! Ég get meira að segja sagt ykkur hvað maður er orðinn stór og þungur þar sem að hjúkkan kom og mældi mann í gær. Guttinn er orðinn 56 cm langur og 4,5 kg þannig að maður dafnar nú bara aldeilis vel :)

Annars er nú bara ýmislegt að frétta af okkur héðan úr Odense. Við erum búin að fá tilboð í nýja íbúð sem að er helmingi stærri en þessi sem að við erum í eða um 85 fermetrar. Íbúðin er í hinum enda bæjarins í skemmtilegu og barnvænu umhverfi. Við tókum tilboðinu og fáum íbúðina afhenta þann 1. des kl 12:00. Þannig að loksins loksins erum við að fara að flytja! Ég er komin með svo mikið ógeð af íbúðinni sem að við erum í núna ég er gjörsamlega að kafna! Það er svo lítið pláss að það liggur við að það séu göngustígar á milli dralsins okkar! Vagninn stendur í stofunni ásamt bílstólnum og ömmustólnum, tölvan er við hliðina á sjónvarpinu þannig að ef ég er að horfa á sjónvarpið og Haukur er í tölvunni þá er ég í raun og veru að horfa bæði á þáttinn og tölvuleikinn! Æðislegt! Og já og var ég búin að segja að það er bæði eldavél og ofn í nýju íbúðinni! Þvílíkur lúxus, já og stór ískápur með frysti! Þetta hljómar kannski furðulega fyrir ykkur heima á Íslandi en hér hjá okkur í Odense þá er það bara enginn sjálfsagður hlutur að maður sé með ofn og góðan ískáp!! Þetta þýðir að ef að maður ætlar t.d. að elda hátíðarmat að þá þarf maður ekki að eyða öllum deginum í að elda. Hér er það þannig að ef ég ætl að elda eitthvað fínt þá þarf ég að planleggja hvað á að elda fyrst þar sem að við erum bara með tvær hellur! Þannig að maður byrjar á því að sjóða kartöflur og laga sósu svo steikir maður kjöt og hitar grænmeti! Svo þegar að allt er tilbúið hitar maður sósuna upp fyrir matinn! Elska þetta kollegí :)

Í gær varð svo allt rafmagnslaust hjá okkur. Reyndar ekki kollegínu að kenna :) Allt í einu varð bara allt kolsvart og hljóðlátt! Verð nú að viðurkenna að þetta var nú bara svaka rómó! Við kveiktum á fullt af kertum og sátum og kjöftuðum saman með drenginn á milli okkar í sófanum. Ótrúlegt hvað maður tekur ekki eftir öllum aukahljóðunum sem að koma af rafmagnstækjunum manns! Það varð allt svo rosalega kyrrt og hljótt. Þetta mynnti mig á þegar að ég var upp í sumarbústað hjá ömmu og afa þegar að ég var lítil. Ekkert rafmagn bara hugguleg kertaljós og gaslampar. Við sátum öll við litla eldhúsborðið í Hamrahlíðinni með heitt kakó og spiluðum eitthvert spilið. Gerist ekki betra!
Stundum vildi ég að það yrði rafmagnslaust oftar :)

En jæja þá er guttinn farinn að æpa á mömmu sína...

Skrifa aftur þegar að ég get :)

knús Heiðrún