Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, júní 29, 2006

Sumarfrí :)

Loksins loksins loksins komin í sumarfrí :)
Það gekk bara mjög vel í prófinu og núna þarf ég ekki að hugsa um skólann í meira en ár!! Ekki það að ég sé ekki viss um það að ég eigi eftir að sakna þess að vera í bekknum mínum! Enda bara frábærir krakkar með mér í bekk!
Í dag verður svo farið upp í skóla og horft á fótboltamót milli nemenda og kennara og svo farið á ball í kvöld! Þar sem að ég get ekki spilað með þá verð ég bara að horfa á og hvetja krakkana í mínum bekk. Ég verð feita klappstýran á hliðarlínunni :) Aldrei að vita nema að maður búi til svona pomm pomms úr dagblöðum :)

Já það er ekki hægt að segja annað en að það sé margt spennandi fram undan hjá okkur Hauki. Á morgunn koma systir mín og fjölskyldan hennar ásamt litla (stóra) bróður :) Þau verða hjá okkur í rúmar tvær vikur og ef að ég þekki þetta (okkur) rétt þá verður þetta einhvers konar verslunar og át (já og drykkju hjá sumum) maraþon vikur :) Já við kíkjum svo ekki þess á milli í dýragarðinn og kannski tívolí og legoland... aldrei að vita :)

Já en eins og ég var búin að lofa Bryndísi þá kemur hérna ein bumbumynd frá viku 24. Ég á ekki nýlegri mynd en það... Það kemur bráðum nú þegar að allt þetta stress er búið :)




















Jæja er farin að taka aðeins til svona áður en að þau koma öll á morgun. Það er víst ekki hægt að bjóða fólki upp á ástandið á íbúðinni eins og hún er núna :) Bækur út um allt!!
Bið að heilsa í bili...

mánudagur, júní 26, 2006

Uuuummmm Cheerios :)

Já ég var að borða cheerios í morgunmat áðan :) Takk kærlega fyrir mig Magga og Keli :) Magga þú getur ekki ímyndað þér hvað ég varð glöð að sjá þennann gula pakka birtast fyrir framan nefið á mér! Þessi pakki verður sko sparaður :) Aumingja Haukur fær ekki neitt. En hann er heldur ekki óléttur þannig að það er bara allt í lagi :) Hann getur bara fengið sér kornflakes eða jógúrt!

Annars er stressið bara að drepa mig núna!!! Bara 2 dagar í próf!!! úúúúúfffffff... Ég gæti nottla líka litið á það þannig að það eru bara 2 dagar í sumarfrí... en það er bara svo erfitt þegar að það er eitt svona munnlegt próf í millitíðinni!

Jæja verð að halda áfram að pína sjálfa mig...

P.S. Bryndís ég lofa að setja inn bumbumyndir um leið og ég er búin í þessu blessaða prófi... ég lofa!

sunnudagur, júní 18, 2006

Leti

Já það er einhver leti í gangi hér á bæ í dag. Ekki leti í bloggskrifum nei leti í lærdómi! Er að fara í próf á morgun og er ekki að nenna að hanga inni í góða veðrinu og lesa. Þá er bara upplagt að blogga í staðinn :)

Annars er nú lítið af okkur að frétta. Ég er ný komin heim frá Kaupmannahöfn þar sem að ég var á arfaleiðinlegu námskeiði á vegum skólans. Ég held bara hreinlega að ég hafi aldrei hitt jafn leiðinlega kennara á ævinni. Þeir buðu ekki einu sinni góðan dag þegar að þeir komu inn í stofuna. Byrjuðu bara að kenna án þess að kynna sig og heilsa! Mjög furðulegt fólk þessir Kaupmannahafnarbúar! Bjarta hliðin á þessu námskeiði var að skólinn borgaði allt uppihald og ferðakostnað þannig að maður fór ekki á hausinn við það að fara á námskeiðið. Hótelið var staðsett í miðbæ Kaupmannahafnar og ekki hægt að klaga yfir því, nema hvað að það var vegavinna alla nóttina þar sem notast var við loftbor allan tímann GREIT!!! Beint fyrir utan gluggan hjá mér að sjálfsögðu! Vegavinnann byrjaði klukkan átta að kvöldi til og var búin klukkan sex að morgni! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað maður var glæsilegur allan daginn eftir svona nótt :)
Svo á morgun er próf úr því sem að við vorum að læra á þessu námskeiði og svo eftir það bara eitt próf eftir! Jibbí! Fer alveg að verða búið :)

Annars er ég búin að búa til síðu á barnalandi fyrir litla krílið okkar og linkurinn á hana er hérna á síðunni til hægri :)

Jæja ætli maður verði ekki að halda áfram ef að maður ætlar að ná þessu blessaða prófi! NENNI EKKI...

miðvikudagur, júní 07, 2006

Aaaa...

Þá erum við loksins búnar með þessa blessuðu ritgerð og búnar að skila!! Ekki leiðinlegt það skal ég segja ykkur :) Bara 2 próf eftir! Var einmitt að fá að vita það í dag að ég fer í síðasta prófið mitt 28. júní og er fyrst upp klukkan 9. Ekkert smá ánægð með það að vera fyrst :) Þá er það bara búið og afstaðið!!!

En þar sem að ég get ekki lært fyrir næsta próf strax(er ekki búin að fara á námskeiðið), þá er ég nú bara að husa um að fara út og njóta góða veðursins. Það er rosalega góð spá fyrir vikuna!!















Nú verður sko farið í kolonihaven um helgina! Get ekki beðið eftir að komast í beðin og taka aðeins til í garðinum. Verður yndislegt :)

Jæja nú ætla ég að fara út á svalir, reita gras og drepa maura muhahaha...

sunnudagur, júní 04, 2006

Smá blogg

Það sakar víst ekki að blogga smá :) Er hvort eð er að bíða eftir Maj, stelpunni sem að ég er að skrifa verkefnið með.

Það er ósköp fátt að frétta, maður er farin að sjá fyrir endanum á þessum prófum og leiðindum, bara 2 próf og skil á 1 ritgerð eftir og svo sumarfrí :) Eða næstum því... Þarf víst að fara að vinna. Fékk loksins svar frá spítalanum og auðvitað geta þau bara boðið mér þær vikur sem að ég var búin að segja að ég gæti ekki unnið! Týpískt!!! Ég ætla að tala við þau á þriðjudag og sjá hvort að það sé kannski hægt að hagræða þessu eitthvað. Vonandi!

Jæja þá er Maj komin og ég verð víst að hætta og fara að glápa meira á tölvuskjáinn! það er nota bene 20 stiga hiti og sól. Ég er ekkert öfundsjúk út í Hauk og strákana sem eru búnir að plana rólegan dag í kolonihaven... alls ekkert...