Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Hehemm blogg ...

Úbbs ég var næstum því búin að gleyma þessari síðu ;) Það er búið að vera svo geðsjúkt að gera að maður man ekkert eftir því að blogga!

Jólin hjá okkur voru alveg frábær. Við vorum hérna litla fjölskyldan með alveg frábærann hamborgarahrygg og og fullt af pökkum. Það var svo gaman hjá okkur að opna pakkana að við alveg stein gleymdum að taka myndir af því, við vonandi munum það næst ;) Algerir lúðar ;) En hér er ein mynd af okkur Þóri Birni á jóladagsmorgunn að horfa á Bóbo bangsa, sem að hann fékk frá uppáhalds frændsyskynum sínum á Eyrarholtinu ;)






Annars er nú ekkert mikið í fréttum. Ég var að klára þessu blessuðu próf í dag og get ekki sagt annað en að miklum þunga sé af mér létt! Þetta var svolítið strembinn törn en ég held að prófin séu staðinn 7,9,13!!!

Annars erum við að koma á klakann á morgunn og því allt á hvolfi í pökkun og skipulagningu á þessu heimili. Get nú ekki sagt að okkur Hauki hlakki til að fara með litla guttann í flug! Barnið getur ekki setið kjurrt í meira en 2. sek. Hvað þá í 3 tíma!! Þetta á eftir að vera upplifun held ég ;) En hey það sem að drepur okkur ekki styrkir okkur ;)

Við sjáumst bara fljótlega þið þarna heima ;)

laugardagur, október 06, 2007

Eins árs gæi!!

Já guttinn er bara eins árs í dag! Til hamingju elsku ástin mín.
Verst bara að maður er með yfir 39 stiga hita og ekkert til í eitthvað afmælis vesen. Vonandi að það batni í nótt þar sem að það er afmæli á morgunn, ja eða vonandi ;)

Annars eru mamma, Rása og Hávarr Hrafn komin til að vera með okkur á afmælinu. Alveg frábært að fá þau í heimsókn, með alveg fullt af dýrindis íslenskum kræsingum ;) Bæði fyrir afmæli og jól ;)

jæja það er eins gott að maður fari nú og baki eitthvað ofan í þetta lið sem kemur á morgunn ;)

sunnudagur, september 30, 2007

Tóti tætubuska ;)

Jæja það er aldeilis langt síðan síðast. Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hér í Brombærranken 5, ég er byrjuð í skólanum og það er óhætt að segja að það sé mikið meira en nóg að gera!! En það er bara gaman. Fíla mig rosalega vel í náminu og ótrúlegt en satt hef gaman að því að sitja og læra. Ekki beint líkt mér ;)


Þórir Björn heldur áfram að vaxa og dafna og er hreint út sagt yndislegur. Hann er orðinn ákveðinn og skapstór ungur maður sem lætur ekki alltaf vel að stjórn ;) Hann vill bara fá að ráða þessu sjálfur. Ekkert kjaftæði. Það má t.d. ekkert mata minn mann ég vill borða sjálfur án allrar hjálpar og helst með hníf og gaffli eins og mamma og pabbi.

Það vinsælasta í dag er að TÆTA já með stórum stöfum, það fyrsta sem að við gerum þegar að við vöknum er að skríða að pappírskörfunni og tæta upp úr henni, þessu næst liggur leiðin að sjónvarpsskápnum þar sem að allir dvd diskar og annað hendi næst er fleigt niður á gólf, svo liggur leiðin (ef að hurðin er opin) að skóhillunni og bókahillunni þar sem að allt er rifið niður á gólf. Þegar að þessu er lokið þá má byrja að leika með sitt eigið dót og alls ekki fyrr!!

Annars er litlli maðurinn búin að vera hálf lasinn undanfarna daga með mikinn hósta og einhverja hálsbólgu. Greyið litla skilur ekkert í þessu veseni, hann vakir meira og minna á nóttunni og er svo uppgefinn á daginn. Þetta vonandi fer nú að hætta.


Af Hauki er það að frétta að hann er að kafna úr verkefnum í vinnunni, sem sagt nóga að gera! Við erum öll bara að drukna úr verkefnum! Kannski ekki skrítið að það líði svona langur tími á milli blogga hjá mér ;) Alltaf með einhverjar djö... afsakanir ;)
Knús á liðið


sunnudagur, ágúst 19, 2007

Jæja hvað segið þið á ég að blogga??

Hehe já það hefur ekki verið mikið um blogg hjá mér undanfarið! Var sko netlaus í tæpar 3 vikur, en það er víst ekki mikil afsökun. Hef bara eitthvað svo lítið að segja. Það er búið að vera ansi lítið að gera hjá mér undanfarið og ekki mikið drifið á mína daga. Það eru nottla alltaf fréttir af honum Þóri, hann er orðinn alger vargatítla sem að skríður um öll gólf og tætir allt sem að á vegi hans verður!! Hann er eiginlega of duglegur og lætur lítið sem ekkert stoppa sig! Hér eru á ferðinni lögin ég vill og ég á, og eins gott að hlíða því ;) Ja eða að hans mati alla vega. Hann er bara því miður svo óheppinn að mamma hans er alveg jafn þrjósk og frek!


Hann er komin með 6 tennur og vill bara borða það sem að mamma og pabbi eru að borða ekkert eitthvern graut eða sérfæði fyrir hann :) Við náum nú reyndar að plata smá graut ofan í hann samhliða hinu ;)


Hehe hér er svo uppáhalds myndin mín af litla vargnum mínum :) Hann er að vanda sig svo mikið við það að skríða!
Þetta er í fyrsta skipti sem að hann skríður á 4 fótum og það þurfti sko tunguna með ;)





Svo er nú bara skólinn á næsta leiti og ég orðin ansi spennt að byrja þar. Er búin að vera að fá allskyns bæklinga, lykilorð og skólakort síðast liðnu daga og lítur þetta bara allt mjög vel út. Stendur reyndar í bréfinu að ég eigi að mæta í rauðum bol með rauða blöðru og bangsa fyrsta daginn í skólanum!! Spennandi!! Ég veit að bangsinn verður gefinn til barnaspítalans en veit ekki alveg af hverju ég á að mæta með blöðru! Bolurinn er til þess að skilja að læknisnema og kíropraktorsnema. hmmm þetta verður spennandi.


Þegar að ég fór og tilkynnti fólkinu í hinum skólanum að ég væri að skipta um nám þá var ég spurð hvað ég vildi fá til þess að vera áfram hjá þeim. Fór nú bara að hlægja að því og sagði ekkert. En þau skildu þetta vel og sögðu að ef að þetta gengi ekki upp hjá mér að þá væri ég alltaf velkomin aftur til þeirra. Vona bara að það fari ekki svo.


En jæja nenni ekki að blogga meira

later

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Hehehe litli hlunkurinn minn :)

Hjúkkan kom í dag og mældi Þóri allan út ;) Hann er orðinn 77 cm og 10,6 kg. Alger hlunkur! En hlunkurinn minn ;) Hann hefur þó hægt mikið á í vexti og þyngd. Hann er einungis búinn að þyngjast um 1 kg. frá því um páskana. En mér finnst það alveg nóg, það er nú einu sinni ég sem þarf að dröslast með hann út um allt ;) Það er sko ekkert alltaf auðvelt!



Og hér er hann englamúsin mín ;)















Knús á alla...

laugardagur, júlí 21, 2007

Jæja!!!

Úff hvað það er langt síðan að ég skrifaði síðast! Það er bara búið að vera svo rosalega mikið að gera. Það er búið að vera stöðugur gestagangur hjá okkur frá því í júní og því ekki verið mikill tími til skrifa. Ja eða það er allavega mín afsökun!!! Alls ekki það að ég sé löt við þetta fyrir ;)
En hvað um það...

Nú eru allir gestirnir farnir og ég hef enga afsökun lengur!. Það hefur aldeilis margt gerst síðan síðast. Þórir Björn er kominn með 4 tennur, hann er farinn að draga sig áfram á gólfinu og skríður nokkur skref annað slagið. Hann tók einnig sitt fyrsta skref í gær og pompaði svo með prakt í fangið á mömmu sinni ;) Einnig er hann farinn að setjast sjálfur upp frá liggjandi stellingu þannig að það er óhætt að segja að friðurinn sé úti ;) Hann er farinn að borða alls kyns venjulegt fæði svo sem rúgbrauð með kæfu og smá kjötvörur. Og svo er hann nottla bara lang fallegastur ;)

Af okkur hinum (Hauki og mér) er allt gott að frétta. Haukur byrjar bráðum í nýju vinnunni sinni og ég byrja vonandi bráðum í skólanum. Nýja vinnann hans Hauks er hér í Odense og óhætt að segja að það sé lúxus miðað við að þurfa alltaf að keyra til Kolding á hverjum degi! Þýðir líka að hann getur farið með strákinn til dagmömmunnar og sótt hann til hennar annað slagið :) Ekki slæmt það! Annars gengur Þóri bara mjög vel hjá dagmömmunni. Hann hefur bara skemmt sér vel hjá henni frá því að hann byrjaði. Hann tók varla eftir því að við færum og hefur bara einu sinni verið eitthvað leiður yfir því að pabbi væri að fara. Svo só far só good ;)

Sumarið hingað til er bara búið að vera mjög gott svona veðrinu að undanskildu. Við erum búin að fara í sumarhús til blávand með fjölskyldunni hans Hauks og við erum búin að fá Rásu systur og fjölskyldu í heimsókn til okkar og notið smá sumarveðurs með þeim :) Ég nenni nú ekki að fara að skrifa alla sólarsöguna, hvað við gerðum og svona en ég get allavega skrifað að það var æðislegt að fá alla þessa gesti og við þökkum kærlega fyrir samveruna og fyrir okkur. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur sem fyrst. Ég er búin að setja fullt af myndum inn á barnaland og þar getið þið séð hvað við erum búin að bralla saman.

En yfir í allt annað, ég var klukkuð af Sissu vinkonu um daginn. Ég á að skrifa 10 fun facts um sjálfa mig. Ég verð bara að viðurkenna að ég á bara í stökustu vandræðum með að finna 10 atriði! Vá hvað ég er boring!! En úff við látum á það reyna ;)

  1. Ég á enn eitt par af skóm frá því að ég var 15 ára, og nota stundum enn...
  2. Ég reyni alltaf að skræla allt eplið án þess að börkurinn slitni.
  3. þegar að ég var 6 ára laug ég að öllum strákunum að ég kynni karate og passaði allar stelpurnar í bekknum mínum.
  4. Alveg sama hvað ég tek mikið til í fataskápnum mínum þá er samt alltaf drasl í honum!
  5. Ég elska að fara í kolonihaven og vinna smá garðvinnu og sóla mig.
  6. Ég er algerlega háð sjónvarpsþáttunum "men in trees".
  7. Ég þoli ekki danska afgreiðslu.
  8. Mig langar að læra fleiri tungumál áður en ég dey.
  9. Ég er púslfíkill.
  10. Ég þoli ekki ruslpóst.

Jæja ef að ég skil þetta rétt þá á ég að klukka einhvern annan núna og klukka ég því Rásu, Bryndísi og Ólöfu fyrrum raskara ;)

Jæja núna er Þórir orðinn reiður út í þessa mömmu sína fyrir að nenna ekkert að sinna sér ætli ég verið ekki bara að láta þetta duga í bili ;)

knús frá dk.

fimmtudagur, júní 07, 2007

Frábærar fréttir :)

Jæja þá hef ég aldeilis fréttir að færa. Ég hef síðustu mánuði verið að sýsla við umsókn í læknisfræði í háskólann hér í Óðinsvé og eftir að hafa farið í viðtal og próf í maí mánuði fékk ég þau skilaboð í dag að ég hefði komist inn ;) Vá hvað ég er glöð!!! Ég ætlaði ekki að trúa því þegar að ég sá skilaboðin á tölvunni í dag. Ég tékkaði allavega 3 sinnum til að athuga hvort að ég hefði nokkuð lesið vitlaust :)
Ég ákvað að sækja um einvhern tímann í febrúar mánuði eftir að hafa hugsað um þetta í mjög langan tíma. Mig hefur alltaf langað að fara í læknisfræði en hef aldrei komist svo langt að fara í viðtal áður. Ég var ekkert að láta fólk vita að ég væri að sækja um þar sem að ég vissi ekkert hvernig þetta myndi fara og ef að þetta hefði ekki gengið eftir þá hefði ég þurft að sýna vonbrigði mín... en sem betur fer fór það allt eins og ég vildi ;) Vá ég er svo glöð :)

hehehe það er óhætt að segja að dvöl okkar Hauks og Þóris hérna í Danaveldi hafi lengst all töluvert frá og með deginum í dag. Við erum sem sagt ekkert á leiðinni heim næstu árin. Við verðum bara að koma í heimsókn heim á Frónið reglulega í staðinn :)

Ég er enn ekki búin að fá að vita með vissu hvenær ég á að byrja. Það verður að öllum líkindum í september en það gæti verið febrúar líka. Það er nefnilega þannig að þeir taka 250 manns inn á vorin og sá hópur deilist niður á þessar tvær byrjunardagsetningar. En þar sem að það er nú þannig að þeir sem eru elstir byrja í september tel ég nú nokkuð líklegt að ég byrji þá. Í fyrra varð maður að vera orðinn 22 og 10 mánað í september á árinu. Og þar sem að ég er nú að nálgast 26 ára aldurinn tel ég nú nokkuð líklegt að ég byrji í september ;) jíbbí.

Jæja vildi nú bara deila góðu fréttunum með ykkur hinum :)

Knús á línuna Heiðrún María