Haukur og Heidrun i Danmorku

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Úff !!

Ég veit að þessi síða á að segja frá okkur í Danmörku, en ég verð bara að fá að deila því með ykkur hvað gerðist í vinnunni um daginn!! Það var nú þannig að ég var búin að smyrja allt brauðið og svona helsta morgunálagið var búið að ég ákvað að skreppa á wc-ið, sem er nú ekki frásögufærandi nema hvað þegar ég sit í makindum mínum á klósettinu haldið þið ekki að gluggahengið hafi hrunið niður á gólf og ég þarna berrössuð fyrir framan alþjóð!! Ekki nóg með að gluggatjöldin hafi hrunið niður þá er þetta RISA STÓR gluggi!!! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var fljót á fætur, naríurnar upp og svo gluggatjöldin!! Þvílík óheppni!!! Ég vona bara svo innilega að það hafi enginn tekið eftir þessu (uuu ekki milar líkur!!) oh well svona er lífið!!

Yfir í allt annað, það er nú meira ruglið að reyna að halda svona blogg síðu!!! Það fyrsta sem að mér datt í hug eftir að ég var búin að setja síðuna á fót var að setja eitthvað töff útlit á hana!! En viti menn þetta er nú meira djö.... vesenið! Loksins þegar ég var búin að finna eitthvað töff útlit þá fór allur textinn í klessu! Svo þegar að ég fór að skoða þetta allt betur þá sé ég að allir linkarnir tengjast gellunni sem að hannaði útlitið!!! Svo þegar að ég ætlaði eitthvað að fara að reyna að laga það þá er tölvan ekki nógu öflug til að hægt sé að gera nauðsynlegar breytingar! Þetta er bara týpískt!!!

Manni langar bara að lemja þetta drasl stundum!! Þannig þá vitið þið það ekki skrifa í gestabók og ja ekki smella á þessa hnappa þeir virka hvort eð er ekkert enn sem komið er ;)

Ja viti menn nú er bara komin 23. júlí og bara 5 dagar þangað til að við fáum að vita hvort að við höfum komist inn í skólana eða ekki!! Maður er nú bara orðin solldið stressaður (Vægast sagt). Við erum búin að leigja út íbúðina og byrjuð að pakka saman og svo verðum við bara farinn út úr íbúðinni 1. ágúst!!

mánudagur, júlí 14, 2003

14. júlí og aðeins nokkrir dagar þar til að við flytjum úr okkar íbúð!! Ég verð nú að segja að þetta er svolítið skrítið. Nú þarf að pakka öllu dótinu sem að við drösluðum hingað inn fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári síðan. Já svo ekki sé nú minnst á allt það drasl sem safnast hefur síðan þá!!!

Þessa dagana er mikið verið að spá og spekúlera! Hvað á að taka með og hvað á að skilja eftir? Þetta er nú hægara sagt en gert því að ég vildi helst taka allt með mér en það er bara alls ekki hægt! Það er nefnilega ekkert smá dýrt að flytja allt hele klabbið út. Haukur fór á stúfana um daginn og athugaðu hvað það mundi kosta okkur að flytja dót í gámi sjóleiðis, og viti menn það kostar um 10.000 kr. á hvern rúmmetra af dóti (ekki nema!!!). Að vísu upp að dyrum í Óðinsvé en samt... Hvað ætli rúmmið manns taki mikið pláss 2 rúmmetra??

Já og ekki má gleyma öllu liðinu því að núna er bara endalaust partýstand á manni þar sem kveðja þarf alla!! Matarboð hér kveðjupartý fyrir hinn vinahópinn já og sumarbústaður með öðrum! Sem sagt nóg að gera síðustu daga fyrir brottför, og við sem förum ekki fyrr en 21. ágúst!!!

Jæja þá er síðan allavega komin í gang og svo er bara að sjá hvort að maður nenni eitthvað að skrifa þegar komið er á staðinn ;)

Heiðrún María