Barnaundirbúningur - sumir meira en aðrir :)
Hmmm já, í gær fór ég að hitta eina úr bekknum mínum sem að líka er ólétt, hún er sett hálfum mánuði á eftir mér og er svona frekar mikið upptekin af óléttunni!! Ok ég viðurkenni að maður hugsar mikið um það sem er að gerast og þær breytingar sem að eru í vændum en fyrr má nú rota en dauðrota!!! Hún er hreinlega tilbúin með allt!! Það vantar ekkert og allt er tilbúið og núna situr hún heima hjá sér og bíður... Eftir að hafa eytt einum degi með henni á kaffihúsi og í bænum kom ég heim ein taugahrúga af því að ég er ekki tilbúin með neitt!! Ég var kaffærð í spurningum sem þessum: Ha ertu ekki búin að kaupa öll fötin? En þvo þau? Ertu tilbúin með töskuna fyrir spítalann? Nú ekki... þú þarft nú að fara að drífa þig í þessu það er nefnilega mjög algengt að konur fæði 2 mánuðum fyrir tímann!!! Uuuuu já hmm er ég svona mikill lúði? Við erum ekki einu sinni búin að setja saman það sem að við erum búin að kaupa í íbúðina þannig að barnið komist nú fyrir og eigum eftir að kaupa alveg heilan helling!! Eða er þetta kannski bara íslenska aðferðin hjá okkur Hauki allt gert á síðustu stundu? Og ég sem var svo sannfærð um að við værum orðin svo dönsk og skipulögð :)
Það gæti nottla alveg verið að hún sé líka bara solldið geðveik! Aldrei að vita :)
En eitt má hún eiga hún benti mér á fullt af svona sniðugum ókeypis hlutum sem að maður getur fengið fyrir barnið. Ég er ekki mikið inni í þessum málum og þess vegna bara mjög gott að einhver nennir að benda manni á þetta :)
Annars er nú ekki mikið að gerast hjá mér núna þegar að maður er orðin svona já næstum því heimavinnandi húsmóðir! Bara komin í orlof og veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Allt það sem að mig langar að gera hérna heima eru einhverjir hlutir sem að ég má ekki gera því að það krefst þess að ég standi upp á stól eða lyfti mjög þungum hlutum! Týpískt! En þetta er það eina sem á eftir að gera því að ég er búin með allt það sem að ég má gera sjálf :) Svo get ég nú ekki alveg ætlast til þess að Haukur greyið nenni endalaust að hlaupa eftir dillunum í mér þegar að hann kemur heim eftir langan vinnudag :) Verð bara að nota helgarnar í þetta :)
Vandamálið er bara að um helgarnar langar okkur alltaf að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara á miðaldarhátíð í Horsens og taka til í kolonihaven (hmmm ekki verið gert síðan í hmm júlí held ég ....). Æ ætli maður segi ekki bara eins og sannur Íslendingur: Þetta reddast :)
Jæja er farin að versla þvottaklemmur í Føtex svo að ég geti nú farið að þvo þessi blessuðu barnaföt...
Það gæti nottla alveg verið að hún sé líka bara solldið geðveik! Aldrei að vita :)
En eitt má hún eiga hún benti mér á fullt af svona sniðugum ókeypis hlutum sem að maður getur fengið fyrir barnið. Ég er ekki mikið inni í þessum málum og þess vegna bara mjög gott að einhver nennir að benda manni á þetta :)
Annars er nú ekki mikið að gerast hjá mér núna þegar að maður er orðin svona já næstum því heimavinnandi húsmóðir! Bara komin í orlof og veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Allt það sem að mig langar að gera hérna heima eru einhverjir hlutir sem að ég má ekki gera því að það krefst þess að ég standi upp á stól eða lyfti mjög þungum hlutum! Týpískt! En þetta er það eina sem á eftir að gera því að ég er búin með allt það sem að ég má gera sjálf :) Svo get ég nú ekki alveg ætlast til þess að Haukur greyið nenni endalaust að hlaupa eftir dillunum í mér þegar að hann kemur heim eftir langan vinnudag :) Verð bara að nota helgarnar í þetta :)
Vandamálið er bara að um helgarnar langar okkur alltaf að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara á miðaldarhátíð í Horsens og taka til í kolonihaven (hmmm ekki verið gert síðan í hmm júlí held ég ....). Æ ætli maður segi ekki bara eins og sannur Íslendingur: Þetta reddast :)
Jæja er farin að versla þvottaklemmur í Føtex svo að ég geti nú farið að þvo þessi blessuðu barnaföt...