Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Jæja hvað segið þið á ég að blogga??

Hehe já það hefur ekki verið mikið um blogg hjá mér undanfarið! Var sko netlaus í tæpar 3 vikur, en það er víst ekki mikil afsökun. Hef bara eitthvað svo lítið að segja. Það er búið að vera ansi lítið að gera hjá mér undanfarið og ekki mikið drifið á mína daga. Það eru nottla alltaf fréttir af honum Þóri, hann er orðinn alger vargatítla sem að skríður um öll gólf og tætir allt sem að á vegi hans verður!! Hann er eiginlega of duglegur og lætur lítið sem ekkert stoppa sig! Hér eru á ferðinni lögin ég vill og ég á, og eins gott að hlíða því ;) Ja eða að hans mati alla vega. Hann er bara því miður svo óheppinn að mamma hans er alveg jafn þrjósk og frek!


Hann er komin með 6 tennur og vill bara borða það sem að mamma og pabbi eru að borða ekkert eitthvern graut eða sérfæði fyrir hann :) Við náum nú reyndar að plata smá graut ofan í hann samhliða hinu ;)


Hehe hér er svo uppáhalds myndin mín af litla vargnum mínum :) Hann er að vanda sig svo mikið við það að skríða!
Þetta er í fyrsta skipti sem að hann skríður á 4 fótum og það þurfti sko tunguna með ;)

Svo er nú bara skólinn á næsta leiti og ég orðin ansi spennt að byrja þar. Er búin að vera að fá allskyns bæklinga, lykilorð og skólakort síðast liðnu daga og lítur þetta bara allt mjög vel út. Stendur reyndar í bréfinu að ég eigi að mæta í rauðum bol með rauða blöðru og bangsa fyrsta daginn í skólanum!! Spennandi!! Ég veit að bangsinn verður gefinn til barnaspítalans en veit ekki alveg af hverju ég á að mæta með blöðru! Bolurinn er til þess að skilja að læknisnema og kíropraktorsnema. hmmm þetta verður spennandi.


Þegar að ég fór og tilkynnti fólkinu í hinum skólanum að ég væri að skipta um nám þá var ég spurð hvað ég vildi fá til þess að vera áfram hjá þeim. Fór nú bara að hlægja að því og sagði ekkert. En þau skildu þetta vel og sögðu að ef að þetta gengi ekki upp hjá mér að þá væri ég alltaf velkomin aftur til þeirra. Vona bara að það fari ekki svo.


En jæja nenni ekki að blogga meira

later