Hreyfingar...
Já þetta er aldeilis búin að vera viðburðarríkur dagur hjá litlu fjölskyldunni! Í morgun fann ég í fyrsta skipti fyrir litla krílinu sprikla og það er bara alveg ólýsanleg tilfinning! Mjög furðulegt en alveg æðislegt! Var fyrst ekki viss hvort að þetta væri krílið okkar en svo var enginn vafi á því :)
En ég er loksins búin að fá Hauk til þess að taka bumbumynd. Ég er sem sagt í 17. viku og fer stækkandi :)
Í dag lét ég loksins vera að því og fór og keypti mér óléttuföt. Verð nú bara að viðurkenna að ég stóð mig bara með prýði! Ég keypti gallabuxur og 4 boli! Ég get nú samt ekki eignað mér heiðurinn að því alveg þar sem að ég hafði með mér digga verslunarvinkonu sem að lét mig prófa alla búðina :) Takk fyrir Hjálpina Bryndís :)
Jæja ætla að fara að horfa á Idolið og sjá hver syngur falskt í kvöld :)
Góða helgi og vona að þessi blessaða rigning láti sig nú hverfa!!!