Haukur og Heidrun i Danmorku

þriðjudagur, október 12, 2004

Frábæra Köben !!

Þá á kellan bara afmæli í dag!! Já ég er 23 ára í dag! hvorki meira né minna ;) Ég er ekki frá því að ég sé 10 cm stærri í dag heldur en ég var í gær ( og þá orðin 6 cm stærri en Haukur ;))

Þetta er búið að vera frábært afmæli. Við Haukur fórum til Köben um helgina og skemmtum okkur alveg konunglega! Við vorum á hóteli sem að er á Strikinu og því ekki langt að fara til að versla ;) Við, ja eða Haukur keypti afmælisgjafir handa mér (hann verður að kaupa marga pakka þar sem að familían er ekki á landinu ;)) og svo var bara borgin skoðuð í hörgul. Við fórum í bátsferð, í tívolíið, í Imax bíó og svo þetta hefðbundna rölt um borgina.

Svo í dag þá eldaði Haukur handa mér þessa fínu nautasteik með öllu tilheyrandi!! Verð nú bara að viðurkenna að kallinn er draumakærasti ;) Hefði ekki getað óskað mér betra afmæli ;)

Til ykkar sem að eruð búin að senda mér kveðjur, knús og kossa, þá segi ég takk fyrir og knús og kossar til baka ;)

Jæja það er ekkert efterárs frí hjá mér þannig að ég verð bara að snúa mér aftur að bókunum!!

föstudagur, október 08, 2004

Internetið er farið að virka ;)

Ja eða við héldum að það væri bilað !! Það var svo ekkert bilað það var bara enginn að láta mann vita að við þurftum bara aðeins að breyta stillingunum!! Við erum svo miklir sauðir ;)

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr DK. Ég er búin að vera að vinna alla síðustu viku á spítalanum í Nyborg. Svona Observations praktik þ.e. við áttum að vera á spítalanum og fylgjast með hvernig þetta færi allt saman fram. Þetta var rosalega gaman! Og við fengum að gera helling!! Við fengum að taka myndir og fylgja öllu ferlinu þar til að læknirinn fékk myndirnar! Ég verð að segja ég bara get ekki beðið eftir því að vera búin með námið og fara að vinna ;) Ég komst reyndar að því að það er ýmislegt sem að geislafræðingur þarf að gera sem að ég hafði ekki hugmynd um!! Eins og til dæmis að stinga stút og slöngu upp í rassinn á fólki og pumpa skuggaefni og lofti inn!! Já það kom mér solldið á óvart ég hélt að það væri læknirinn sem að gerði það, en svo er víst ekki!! Reyndar fer það solldið eftir spítulum.

Ohhhh Haukur er svo mikil dúlla!! Hann var að koma mér á óvart af því að ég á afmæli í næstu viku!! Hann pantaði hótel á Strikinu yfir helgina og ætlar að taka mig í fataverslunarferð til köben ;) Oh ég hlakka svo til, við förum í fyrramálið og komum heim á sunnudaginn ;)

P.S. Kata ef að þú lest þetta þá er pósturinn á leiðinni til þín ;)