Haukur og Heidrun i Danmorku

föstudagur, apríl 28, 2006

Hreyfingar...


Já þetta er aldeilis búin að vera viðburðarríkur dagur hjá litlu fjölskyldunni! Í morgun fann ég í fyrsta skipti fyrir litla krílinu sprikla og það er bara alveg ólýsanleg tilfinning! Mjög furðulegt en alveg æðislegt! Var fyrst ekki viss hvort að þetta væri krílið okkar en svo var enginn vafi á því :)

En ég er loksins búin að fá Hauk til þess að taka bumbumynd. Ég er sem sagt í 17. viku og fer stækkandi :)

Í dag lét ég loksins vera að því og fór og keypti mér óléttuföt. Verð nú bara að viðurkenna að ég stóð mig bara með prýði! Ég keypti gallabuxur og 4 boli! Ég get nú samt ekki eignað mér heiðurinn að því alveg þar sem að ég hafði með mér digga verslunarvinkonu sem að lét mig prófa alla búðina :) Takk fyrir Hjálpina Bryndís :)

Jæja ætla að fara að horfa á Idolið og sjá hver syngur falskt í kvöld :)

Góða helgi og vona að þessi blessaða rigning láti sig nú hverfa!!!

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Jæja þá er aldeilis komin tími á smá blogg!

Já ég er nú ekki búin að vera duglegasta stelpa í heimi undanfarið! En ég hef sem betur fer löglega afsökun í þetta skiptið, aldrei þessu vant :) Ég var nefnilega í virkilega nastí prófi í gær og hef notað alla daga frá því að ég kom heim frá Íslandi til þessa að læra frá morgni til kvölds! En nú er það búið og svona um það bil tíu kíló farin af bakinu.
Það er frábært veður hérna hjá okkur og það er búið að vera það síðustu daga! Sól og hitinn allt að 18 gráður. Þetta er bara eins og besta sumar veður á Íslandi! Maður kemst hreinlega ekki hjá því að vera í grillstuði og sumarfíling :) Meira að segja ég gat verið í bol úti! og þá er nú gott veður!
Hvað bumbumál varðar þá er ég að hlaða myndavélina í töluðum orðum og svo verða teknar myndir í kvöld sem svo vonandi rata hingað inn fyrr en varir :) Þetta er farið að gerast svo hratt núna! Allt í einu er maður bara komin með bumbu bumbu og hættur að passa í öll föt... Ég á einar buxur sem að ég passa í og svona 4 boli! Ég verð víst að fara að kíkja í þessar svokallaðar óléttubúðir á næstunni. Ég er bara svo löt við að versla föt. Nenni ekki að standa í þessu mátunar veseni endalaust. En nú er víst ekki hjá því komið og tími til komin að taka sig aðeins saman í andlitinu og drífa sig af stað...
Jæja ætla að hætta þessu rausi í bili :)
Set inn myndir um leið og þær koma :)
ble ble Heiðrún

mánudagur, apríl 10, 2006

Búin...!

Já loksins er ég búin í þessu blessaða eðlisfræðiprófi. Það gekk nú bara ágætlega. Ég gat svarað öllum spurningunum og reiknað öll dæmin þannig að það ætti nú alveg að vera staðið. Það er bara að bíða og sjá. Verð nú bara að viðurkenna að mér hefur aldrei gengið svona vel í eðlisfræðiprófi áður. Alveg ágætis tilbreyting að koma út úr eðlisfræðiprófi og ekki vera gráti næst.
Við Bekkurinn fórum og fögnuðum próflokum á mc. Donalds þar sem að við borðuðum svona líka holla og góða borgara og ís í eftirrétt :)

Jæja er farin að pakka. Ísland here I come...

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Myndir
Jæja þá er ég búin að skanna inn sónarmyndirnar eins og lofað var.
Fyrstu myndirnar eru frá 10. viku, svo er það 12. vika og loks 13. vika.
Jæja Gunnhildur Anna þá ertu búin að fá nokkrar myndir :)

Jæja er farin að ná mér í vídeó og gotterí... síðasta afslöppunin fyrir próf :)

p.s. ef að þið viljið sjá myndirnar í fullri stærð þá er bara að smella á þær...

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Myndagáta


Á þessari mynd á maður að geta fundið nöfn 75 hljómsveita. Smellið á hana til að geta séð hana í fullri stærð. Hversu margar hljómsveitir finnið þið???

sunnudagur, apríl 02, 2006

Skyndibitamatur...

Ja eða vöntun á honum öllu heldur!! Ohhh... ég dreymdi svo fallegan draum við Haukur vorum að kaupa okkur Kentucky. Já það hljómar kannski undarlega en þetta var virkilega góður draumur! Ég vaknaði með vatn í munninum og mikla löngun í Kentucky! En auðvitað þar sem að Danir eru bara með versta skyndibitamat í heimi og engann Kentucky í Odense verð ég bara að láta mér nægja pizzabrauð í ofni!! Ein mjög ósátt!!!!

Þannig að hér er listinn yfir það sem að mín ætlar að fá sér þegar að hún kemur til Íslands:
  1. Cheerios
  2. Ostaslaufa og Kókómjólk
  3. kleinuhringur
  4. Kentucky
  5. og allt það sem að mig hefur langað í en man bara ekki akkurat núna :)
Jæja pizzabrauðið er tilbúið... jeij...

tútilú...