Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, september 21, 2006

Loksins eitthvað að segja frá!

Ég er búin að ætla mér að blogga núna í langan tíma en hef bara ekki haft neitt að segja. Það er nú ekki margt sem drífur á manns daga svona þegar að maður er bara að bíða eftir litla krílinu. En í dag gerðist nokkuð sem að mér þykir ansi furðulegt hjólinu mínu var stolið! HJÓLINU MÍNU!!! Þetta er mesta drusla sem fyrir finnst og henni af öllum læstu hjólunum hérna fyrir utan var stolið! Nýja hjólið hans Hauks var við hliðina á mínu hjóli mað alveg eins lás en það var látið vera, ég skil ekki alveg hvað þjófurinn var að spá en ég vona bara að hann slasi sig á druslunni minni. Ég meina gírarnir virka ekki og ekki heldur bremsurnar svo verði honum bara að góðu, ég hef þá allavega afsökun til að kaupa mér almennilegt hjól þegar þar að kemur :)
Það er nú samt mikið um þjófnað hérna á kolleginu þessa dagana, alltaf verið að vara við að skilja ekki neitt eftir ólæst eða opnar hurðir. Þetta er alveg óþolandi pakk það fær ekkert að vera í friði! Og svo eru þessi leigusamtök svo nísk að þau tíma ekki að hafa almennilegt öryggi hérna með svona securitas þjónustu... nei þau senda bara mail til okka sem að segir að það er mikið um þjófa núna svo passið ykkur en við ætlum ekkert að gera í því! hálvitar!!
Aðeins að fá smá útrás hérna :)

Annars er Haukur búin að setja inn nokkrar myndir á myndasíðuna okkar fyrir þá sem að hafa áhuga :)

Jæja ætla að fara og athuga hvort að ég geti ekki flýtt einhvern vegin fyir komu þessa krílis... er orðin solldið þreytt í kroppnum :)

Knús Heiðrún María

fimmtudagur, september 07, 2006

Ekki gott að vera Íslendingur í Danmörku í dag!!

Nei það er sko ekkert gaman að vera Íslendingur í Danmörku í dag! Þetta blessaða landslið okkar var sko ekkert að standa sig í gær. Þeir ættu að æfa sig aðeins meira í reitarboltanum, þetta var orðið pínlegt í gær þeir voru orðnir svo desperate að þeir sendu boltann bara endalaust fram í stað þess að reyna að spila boltanum og halda honum í meira en 3 sendingar. Alveg vonlaus fótbolti!! Það er bara vonandi að þeir taki sig eitthvað saman og taki restina af leikjunum.
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er dauðfegin að þurfa ekki að fara í skólann í dag og horfast í augu við Danina og þurfa að hlusta á við unnum nananananaaa... Einn kostur við að vera komin í barneignarleyfi :)

Annars gengur undirbúningurinn aðeins betur hjá okkur hjónaleysunum núna. Erum búin að fara til Þýskalands og kaupa það sem að vantaði fyrir litla krílið og erum aðeins byrjuð að púsla íbúðinni saman. Núna er það bara eitthvað smotterí sem að vantar og svo að gera okkur klár fyrir spítalann. Ég er byrjuð að taka til í spítalatöskuna í huganum, ekki alveg komin lengra en það :) Eftir læknisskoðunina á miðvikudaginn ákvað ég nú eftir vinalega ábendingu frá lækninum að fara að huga að þessari blessuðu tösku :)

Annars hef ég það bara alveg ágætt, á reyndar solldið erfitt að með svefn sökum risa kúlu :) og ég get ekki alveg gengið/hlaupið maraþon en það er nú alveg eðlilegt, er það ekki?
Það er nú verra með Hauk greyið hann er orðinn svolítið stressaður ég má ekkert kveinka mér þá heldur hann að allt sé farið af stað :) En það er víst líka bara eðlilegt :)

Eftir nokkrar kvartanir þá hef ég loksins sett inn bumbumyndir, ekkert margar en þær sem að ég átti. Þannig að þið þarna óþolinmóða fólk þá eru þær bæði á myndasíðunni og á barnalandssíðunni. Fyrir þá sem að ekki geta séð linkana hér til hliðar þá eru það http://barnaland.is/barn/48344 og http://www.pbase.com/haukurjo Hér eru myndir og ýmislegt að sjá og lesa :)

Jæja ætla að fara að sinna verkefni dagsins sem er að vaska upp jeij :) Ekkert farin að bíða ... :)

Knús Heiðrún