Loksins, loksins, loksins!!!
Loksins erum við komin með þetta blessaða internet! Það er nú búið að taka tímana tvo og rúmlega það! Við pöntuðum það í kringum 18. des og það var að koma í dag 30. janúar :) Þetta er svo ótrúlega danskt að það hálfa væri nóg :)
Þetta er það sama með sjónvarpið, við vorum að panta okkur fleiri stöðvar í byrjun síðustu viku og í dag fékk ég bréf um það að opnað yrði fyrir rásirnar þann 7. febrúar!!! Það er ekki eins og þeir þurfi að senda einhvern hingað til þess að setja þetta upp! nei það verður opnað 7. febrúar. Þetta er einn helv... takki geta þeir ekki bara opnað þetta núna? já ég get stundum pirrað mig svolítið á þessu kerfi hérna. Ég bara skil ekki af hverju allt þarf að taka svona rosalega langan tíma. Ef að eitthvað fyrirtæki reyndi þetta heima á Íslandi þá myndi það alveg örugglega fara fljótlega á hausinn! Þar lætur fólk ekkert bjóða sér þetta. Hér er ekkert annað hægt því að öll fyrirtækin eru alveg eins :)
Núna erum við svona smátt og smátt að koma okkur fyrir í þessari stóru íbúð. Verst bara að við eigum engin húsgögn inn í hana! okkur vantar allt nema sófasettið og sjónverpið :) Erum svona að spá og spekulera hvernig best sé að setja hana upp og hvort að við höfum efni á því sem að við viljum gera. Og ef ekki hvort að það sé þess virði að bíða og spara fyrir því.
Þórir Björn er orðinn alveg rosalega stór og duglegur. Hann var mældur og skoðaður 17. janúar síðastliðinn og mældist hann þá 7,7 kg og 65 cm. Ekkert smá duglegur að vaxa. Hann er líka orðinn alveg ótrúlega brosmildur, hann brosir hreinlega allann daginn og ef að hann er ekki brosandi þá er hann skelli hlægjandi! Alveg yndislegur. En ég er nú hrædd um að hann eigi eftir að verða alger tætibuska hann er þegar farinn að rífa í allt sem að hann kemst í og henda því sem að hann nær taki á :)
Annars er ég byrjuð að vinna í að setja inn myndir af barninu þar sem að við erum búin að vera netlaus í ja langan tíma. Þetta gæti tekið smá tíma en þetta kemur allt. Læt fylgja eina mynd sem að Haukur tóka af honum um daginn.
Jæja verð að fara að sinna guttanum...
Þetta er það sama með sjónvarpið, við vorum að panta okkur fleiri stöðvar í byrjun síðustu viku og í dag fékk ég bréf um það að opnað yrði fyrir rásirnar þann 7. febrúar!!! Það er ekki eins og þeir þurfi að senda einhvern hingað til þess að setja þetta upp! nei það verður opnað 7. febrúar. Þetta er einn helv... takki geta þeir ekki bara opnað þetta núna? já ég get stundum pirrað mig svolítið á þessu kerfi hérna. Ég bara skil ekki af hverju allt þarf að taka svona rosalega langan tíma. Ef að eitthvað fyrirtæki reyndi þetta heima á Íslandi þá myndi það alveg örugglega fara fljótlega á hausinn! Þar lætur fólk ekkert bjóða sér þetta. Hér er ekkert annað hægt því að öll fyrirtækin eru alveg eins :)
Núna erum við svona smátt og smátt að koma okkur fyrir í þessari stóru íbúð. Verst bara að við eigum engin húsgögn inn í hana! okkur vantar allt nema sófasettið og sjónverpið :) Erum svona að spá og spekulera hvernig best sé að setja hana upp og hvort að við höfum efni á því sem að við viljum gera. Og ef ekki hvort að það sé þess virði að bíða og spara fyrir því.
Þórir Björn er orðinn alveg rosalega stór og duglegur. Hann var mældur og skoðaður 17. janúar síðastliðinn og mældist hann þá 7,7 kg og 65 cm. Ekkert smá duglegur að vaxa. Hann er líka orðinn alveg ótrúlega brosmildur, hann brosir hreinlega allann daginn og ef að hann er ekki brosandi þá er hann skelli hlægjandi! Alveg yndislegur. En ég er nú hrædd um að hann eigi eftir að verða alger tætibuska hann er þegar farinn að rífa í allt sem að hann kemst í og henda því sem að hann nær taki á :)
Annars er ég byrjuð að vinna í að setja inn myndir af barninu þar sem að við erum búin að vera netlaus í ja langan tíma. Þetta gæti tekið smá tíma en þetta kemur allt. Læt fylgja eina mynd sem að Haukur tóka af honum um daginn.
Jæja verð að fara að sinna guttanum...