Haukur og Heidrun i Danmorku

laugardagur, mars 27, 2004

Páskaegg ;)

Við fengum æðislega gjöf senda frá mömmu og pabba á fimmtudaginn, við fengum páskaegg, kúlur, lakkrís og þrista ;) Það gerist bara ekki betra en það ;)
Það var nú reyndar ógeðselega fyndið, pabbi var búin að hafa svo mikið fyrir því að pakka páskaegginu inn í svona loftbóluplast og setja það í kassa sem var merktur brothætt, en páskaeggið fór samt í döðlur! Það var í þúsund molum ;) En það gerir það bara ennþá girnilegra nú sjáum við allt nammið sem er inni í því ;) Gerir biðina reyndar miklu erfiðari... það er svo langt í páskana... maður er eins og lítið barn ;) Það er kannski þess vegna sem að pabbi og mamma sendu svona mikið auka nammi þau hafa vitað að við gætum ekki beðið ;)

þriðjudagur, mars 16, 2004

LOKSINS!

Já loksins tókst okkur að laga tölvuna og nú getum við sett inn myndirnar sem við erum búin að vera að taka undanfarið ;) Ég setti link inn á myndirnar hjá mér í linkasafnið svo að þið verðið að kíkja. Það vantar reyndar fyrstu myndirnar en þær eru ennþá í tölvunni hjá henni Ástu. Enn ég set þær inn um leið og ég fæ þær.

Týpískt strætó ákvað að fara í verkfall! Og auðvitað vissi ég ekkert af því!! Þannig að Heiðrún María fór bara hress og kát út á stoppustöð í morgun og þar beið hún og beið og það ekki ein!! En enginn kom strætóinn, svo allt í einu byrjaði sími að hringja, ja svaraði einhver stelpa: ja... aha..ja... skellir á og segir við okkur á stoppustöðinni heyriði það er verkfall!!! Og ég var búin að standa þarna annsi lengi!! Verð nú að viðurkenna að ég hef verið í betra skapi en akkurat þá!!
Þannig að ég röllti bara heim og fór að setja inn myndir á tölvuna!!

Annars þá er ég bara að hugsa um að vera dugleg í staðinn og kannski bara taka til og læra ;)

laugardagur, mars 13, 2004

Bilka - Þar sem allt fæst!!

Já við ákváðum að matarleysið á heimilinu gengi ekki lengur. Við erum vön að fara í Bilka svona einu sinni í mánuði og fylla á byrgðirnar. Bilka er sem sagt svona HUGES búð þar sem að allt fæst. Nú voru reyndar liðnir tveir mánuðir frá því að við fórum síðast þannig að meira að segja frystirinn var orðinn tómur og þá er nú eitthvað mikið sagt!! Við keyptum mat fyrir 1300 danskar krónur!! sem eru tæpar 16000 ísl kr. Já það er mikill matur! Og það besta við það er að við þurftum að dröslast með allan matinn heim í strætó! Já í Danmörku verður maður að taka strætó í búðina og til baka, hva það tekur ekki nema 3 tíma við vorum farinn út á hádegi og komum aftur heim kl 4.

Ég var að horfa á norska idolið í dag og það verður nú bara að segjast að það er þvílíkur stigsmunur á því og því íslenska! Þetta var fyrsti svona live þátturinn og það voru allir sem að sungu geðveikt vel nema einn. Hann var líka kosinn út núna! Það er nú kannski ekki skrýtið þar sem að það búa svo margir í Noregi en ekki á Íslandi.

föstudagur, mars 12, 2004

Já það er komið að því !!

Heiðrún ætlar að blogga!!!
Sjaldséðir hvítir hrafnar!!!!
Já eftir mikið kvart frá vinum og vandamönnum ákvað ég að tími væri komin til að láta í mér heyra! En ég er sko ekkert bara löt! Heldur er tölvan búin að vera biluð í all-langann tíma, hún krassaði einhvern tímann fyrir jól og hefur verið hundleiðinleg síðan, virkar stundum og stundum ekki!!!
Annars er nú ekkert ýkja mikið að frétta, ég eins og vanalega er búin að liggja í flensu i 2 vikur! GAMAN GAMAN ;) Ég held að ég sé með svona veiru-sýkla segul inni í mér fæ allaf pestir. Ég var nú samt mjög dugleg í veikindunum horfði á 3 friends seríur og nokkrum sinnum á pride and predjudice þættina, horfði reyndar svo mikið að loksins þegar að Haukur greyið ætlaði að fara að horfa á friends þættina þá var dvd spilarinn bara bilaður!! Já mér tókst að drepa hann!! Rafmagnstæki hjá mér eru svona eins og öll blóm sem að ég hef átt, lifa í smá stund svo deyja þau öll! Tölvan, DVD og svo er sjónvarpið eitthvað farið að stríða okkur líka! Alveg yndislegt sérstaklega þar sem að maður er nú bara fátækur námsmaður ;)
Í dag sendi ég inn skólaumsóknina mína, ég sem sagt er að reyna að skipta um nám, námið sem að ég er í núna er einfaldlega ekki það sem að ég var að vona eftir og mér hreint út sagt bara hundleiðist í því. Að senda inn svona umsókn er skkert smá mikið vesen, endalaust af einhverjum bréfum sem að maður þarf að láta fylgja með og svo þurfa tveir aðilar að votta á hvert og eitt einasta blað!! En sem betur fer þá er þetta búið og ég þarf núna bara að bíða og kvíða ;) Vona bara að allt gangi upp!!

Já það er nú ekki mikið að gerast!