Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, október 05, 2003

Manni hefnist ;)

Já manni hefnist sko þegar að maður reynir að koma sófakaupunum yfir á Hauk!! Núna er ég fárveik og vildi ekkert frekar en að hafa kósí sófa að kúra í ;(
Maður getur ekki einu sinni reynt að láta sér líða vel yfir sjónvarpinu!
Þetta er bara svo típýskt ef ég væri á Íslandi núna þá væri búið að bólusetja mig og ég væri ekki svona ógeðslega veik!
En annars er allt ágætt að frétta af okkur við skemmtum okkur alveg konunglega á árshátíðinni á föstdaginn! Ég hef bara aldrei séð svona mörg borð röðuð eftir einum gangi og svona marga í galaklæðnaði!! Þetta var algert æði!
Nú er bara að vona að manni batni fljótlega, því að við erum að fara á ÍSLAND - þýskaland á laugardaginn, svo að það er bara eins gott.
ætla í rúmið núna og hósta þessu úr mér ;)....

Manni hefnist ;)

Já manni hefnist sko þegar að maður reynir að koma sófakaupunum yfir á Hauk!! Núna er ég fárveik og vildi ekkert frekar en að hafa kósí sófa að kúra í ;(
Maður getur ekki einu sinni reynt að láta sér líða vel yfir sjónvarpinu!

fimmtudagur, október 02, 2003

Loksins búin að kaupa sófa ;)

Já í dag gerðist nokkuð merkilegt! Við Haukur fórum í Mega möbler og keyptum okkur sófa! Þó fyrr hefði verið;) Það sem gerði útslagið var að Haukur var veikur heima og enginn sófi til að krassa í og glápa á videó!!! Og eins og allir vita þá er það alveg lífsnauðsynlegt þegar að maður er veikur!!
Það versta er við fáum hann ekki fyrr en eftir 3 vikur! En það er bara eðlilegur biðtími hér í Danmörku ;)
Á morgun er árshátíð í skólanum mínum, þetta er svona gala árshátíð þar sem að allar deildir háskólans mæta eða um 8000 manns!! Hvorki meira né minna!! Við Haukur erum á borði númer 119! Maturinn og árshátíðn sjálf er í skólanum sjálfum sem að manni finnst svolítið einkennilegt því að maður er vanur að fara á einhverja svona fensí staði! En það er örugglega bara út af mannfjöldanum ;)
Annars er bara brjálað að gera í skólanum, mikið af skilaverkefnum og langir skóladagar! Eiginlega bara fáránlega langir dagar, er núna tvisvar í viku frá svona 9 að morgni til 6 að kvöldi! En það er nú reyndar breytilegt eftir vikum! Danir telja allt í vikum en ekki mánuðum eins og við, t.d. er núna 40 vika og við fáum sófan í 43 viku og allt þar fram eftir götunum.
Það var erfitt að átta sig á þessu fyrst þegar að maður kom hérn en þetta vandist fljótt svona eins og allt annað hérna ;)
Nú er ég farinn að taka til í þessari íbúð...