Smá blogg...
já það er nú kominn tími á smá blogg. Við litla fjölskyldan döfnum bara alveg ágætlega. Litli kútur er reyndar búinn að fá fyrstu veikindinn. Hann fékk smá ælupest og hita og var voðalega lítill í sér þessi elska. Hann vildi bara vera í fanginu á okkur og svaf ekki nema í fanginu á mömmu upp í sófa. En hann er allur að hressast smá hiti af og til en það er að lagast. Við gutti erum því ekkert að fara út að labba þessa dagana erum bara inni að hugga okkur.
Annars er mest lítið að frétta, ég er jú alla daga inni með litla kút og því ekki frá mörgu að segja nema okkur mæðginunum :) Ekki það að mér finnist það leiðinlegt meira bara að það er kannski eins skemmtileg lesning fyrir ykkur hin :)
Annars er ég búin að setja inn nýjar myndir á barnaland fyrir þá sem að hafa áhuga :)
Knús Heiðrún
Annars er mest lítið að frétta, ég er jú alla daga inni með litla kút og því ekki frá mörgu að segja nema okkur mæðginunum :) Ekki það að mér finnist það leiðinlegt meira bara að það er kannski eins skemmtileg lesning fyrir ykkur hin :)
Annars er ég búin að setja inn nýjar myndir á barnaland fyrir þá sem að hafa áhuga :)
Knús Heiðrún