Gúrkutíð
Það er ekki hægt að segja að það sé mikið af okkur skötuhjúum að frétta. Ég er enn að skrifa mína blessuðu ritgerð og Haukur er eins og hann segir "bara að vinna". Ótrúlegt samt hvað maður getur alltaf fundið sér tíma til að gera eitthvað annað en það sem að maður á að vera að gera, svona eins og til dæmis að blogga. Ég hef akkurat ekkert að segja!! Ég nenni bara ekki að halda áfram að lesa teoriur um filmur og framkallanir i röntgen!
Ég gæti svo sem sett inn eina bumbu mynd frá 20. viku en það er nú ekki eins og það sé um einhverjar stórar breytingar að ræða :)
Jæja ætli ég verði ekki að hætta þessu hangsi og halda áfram...
Ég gæti svo sem sett inn eina bumbu mynd frá 20. viku en það er nú ekki eins og það sé um einhverjar stórar breytingar að ræða :)
Jæja ætli ég verði ekki að hætta þessu hangsi og halda áfram...