Haukur og Heidrun i Danmorku

þriðjudagur, maí 23, 2006

Gúrkutíð

Það er ekki hægt að segja að það sé mikið af okkur skötuhjúum að frétta. Ég er enn að skrifa mína blessuðu ritgerð og Haukur er eins og hann segir "bara að vinna". Ótrúlegt samt hvað maður getur alltaf fundið sér tíma til að gera eitthvað annað en það sem að maður á að vera að gera, svona eins og til dæmis að blogga. Ég hef akkurat ekkert að segja!! Ég nenni bara ekki að halda áfram að lesa teoriur um filmur og framkallanir i röntgen!

Ég gæti svo sem sett inn eina bumbu mynd frá 20. viku en það er nú ekki eins og það sé um einhverjar stórar breytingar að ræða :)

Jæja ætli ég verði ekki að hætta þessu hangsi og halda áfram...

miðvikudagur, maí 17, 2006

Myndasíða

Þá erum við loksins búin að búa okkur til myndasíðu. Það er nú samt ekki komið mikið inn þar sem að við vorum bara að búa hana til. Og þið þarna óþolinmóða lið (þið vitið hver þið eruð :)) þá er ég í miðri prófritgerð núna og myndirnar munu því koma hægt og rólega inn :)
En það eru allavega komnar nokkrar fleiri myndir af kolonihaven so enjoy...

mánudagur, maí 15, 2006

Kolonihave!

Já það er mikið að gerast á mánudegi hjá okkur Hauki :) Við vorum að kaupa kolonihave í dag :) Hann er i ca. 10 mín. göngufjarlægð héðan og alger draumur í dós!! Og fyrir ykkur Íslendingana heima sem ekki vita hvað Kolonihave er þá er það svona garður og lítið sumarhús sem að maður kaupir. Hér getur maður ræktað ýmislegt grænt og haft það gott og grillað yfir sumarið :) Hér er ég í garðinum:

Haldiði að það verði ekki geggjað að fara og grilla og spila útileiki í sumar í blíðunni!!! Ji ég get ekki beðið :) Ég væri sko þar núna ef að það væri ekki rigning akkurat núna :(

En yfir í allt annað, bumbumyndir segið þið!

Hér er ég komin 19 vikur á leið og farin að vaxa aðeins :) Ekki hægt að segja annað en að maður sé aðeins farin að finna fyrir krílinu :) Í hvert skipti sem að ég fer að sofa byrjar kikboxið :)


Hér er svo sónarmyndin sem að tekin var í dag 19 vikur + 3 dagar :)

Við fengum að vita að allt liti eðlilega út og að barnið passaði upp á millimetra í lengd á kroppi og stærð á höfði.
Við fengum ekki að vita hvort kynið væri enda óskuðum við þess ekki :)
En hér er litla krílið með höfuð sitt, hrygg og læri.

Jæja er farin að borða og ganga frá áður en að Magga og jónsi koma :) tútilú...

laugardagur, maí 13, 2006

Studietur og sumarblíða...

Það er sko aldeilis búið að vera nóg að gera síðustu daga. Ég fór með skólanum í studietur til Esbjerg í síðustu viku, þar sem að við vorum á MRI og CT námskeiði, eða á íslensku á segulómskoðunar og sneiðmyndatöku námskeiði. Námskeiðið heppnaðist mjög vel í alla staði og var maður dauðþreyttur og útkeyrður þegar að heim var komið á fimmtudagskvöldið. Ekki er hægt að segja annað en að bekkurinn minn hafi verið ótrúlega heppinn með veður! Alla dagana sem að við vorum í Esbjerg var sól og blíða og hitastigið fór aldrei niður fyrir 20-25 stiga hita.

Í gær fórum við Haukur svo og hittum allt íslenska liðið af Raskinu og spiluðum landskamp í rundbold við danina á kolleginu. Því miður töpuðum við 21-25 en það gerir ekkert til þar sem að við fengum dýrindis veður og smá lit á kroppinn. Erum líka búin að heimta ree-match sem að við fáum örugglega í ágúst :) Það er kannski bara ágætt þá getum við æft okkur og lært allar þessar blessuðu reglur sem að Danirnir eru með :)
Um kvöldið grilluðum við svo með Kötu og Einari þar sem að mikið var "rökrætt" um velferðakerfi ýmissa landa.

Framundan eru svo langar og strangar 3 vikur í verkefnaskrif þannig að ég veit ekki hvort það verði mikið um blogg hér!! Það er samt aldrei að vita að maður nái að fá Hauk til að skrifa svona einu sinni :) Yeah right...

fimmtudagur, maí 04, 2006

Cheerios...

Já það er sko sorgardagur í dag! Cheeriosið mitt kláraðist í dag... Ég á ekki eftir að fá cheerios í ég veit ekki hvað langan tíma! Þetta er alveg hræðilegt! Getur maður ekki lamið einhvern hérna fyrir að flytja ekki inn cheerios? Þetta er búið að vera aðal uppistaða fæðu minnar frá því að ég kom heim eftir páska. Danir eiga bara svona gervi cheerios. Það er ekki frá sama framleiðanda og er svona eitthvað sykursætt ógeð!!

Ég er ekkert pirruð yfir því að það fáist ekki cheerios hér sko...

miðvikudagur, maí 03, 2006

Sól og sumar...

Já það er aldeilis komin sumarblíðan hérna hjá okkur í Danmörkunni. Það var 20 stiga hiti og sól í dag og því er spáð svoleiðis fram í miðja næstu viku. Verst bara að maður þarf víst að mæta í skólann... Ja allavega ef að maður ætlar að ná :)

Annars er nú bara allt gott héðan að frétta Haukur átti afmæli á mánudaginn og að hans sögn varð hann 22 ára... Ekki slæmt það bara orðin yngri en konan sín :) Ég ætla að halda afmæliskaffi handa honum á föstudaginn þar sem að hann fær loksins afmælisköku ja og kannski vöfflur líka :) Ekki seinna vænna :)

Við skruppum svo til Þýskalands síðasta laugardag ásamt Kötu vinkonu og að vanda tókst okkur að eyða einhverjum peningum þar :) Við Keyptum okkur svona nýja flotta Canon EOS 350 D digital myndavél. Nú get ég sko farið að dæla inn myndum. Það Þarf bara að taka þær fyrst :) Haukur er svo upptekin að prófa allt á þessari myndavél að hann má ekkert vera að því að taka bumbu myndir af mér :) En hvað get ég sagt hann er búinn að fá nýtt dót og þarf aðeins að fá að prófa og leika sér :)

jæja komið nóg í bili...